Skjöldur Sigurðsson er að smíða þetta frábæra módel af Jökli, DC3 flugvél Loftleiða. Vænghafið er 362 cm. Módelið er knúið tveim 40 cm3 bensínhreyflum. Módelið er allt klætt með álplötum, sem skornar eru nákvæmlega eftir fyrirmyndinni. Hvert hnoð er sýnilegt. Sjá nánar í myndasafni Þyts. Þar eru fjölmargar myndir, medal annars ein sem tekin er inni í þessu módeli.
Fyrirspurnir varðandi Flugmódelfélagið Þyt má senda til Arnars B. Vignissonar, formanns Þyts: (Smellið hér: ) abvhhj@treknet.is
Módelflug er nútímaíþrótt fyrir alla fjölskylduna; fræðandi og skemmtilegt tómstundagaman.
Tæknibylting undanfarinna áratuga hefur sett mark sitt á þá þróun sem orðið hefur á þeim rafeinda- og tæknibúnaði sem notaður er til að knýja og stýra smáflugvélum þeim sem í daglegu tali eru kallaðar flugmódel.
Þessi þróun hefur haft það í för með sér að það er nú á hvers manns færi að iðka þessa íþrótt, sem farið hefur sigurför um heiminn.
Flug með fjarstýrðum flugvélum lýtur sömu lögmálum og flug á mannbærum flugvélum. Fjarstýrt flug er því aðeins ein tegund flugs, þar sem flugmaðurinn er einnig áhorfandi, en aldrei farþegi.
Það er útbreiddur misskilningur að þessi tegund flugs sé aðeins fyrir börn og unglinga. Módelflug er fyrir alla sem unna flugi, karla, konur og börn.
Flugmódel eru af ýmsum gerðum, allt frá litlum svifflugum til stórra vélfluga í mælikvarða 1:3. Vænghaf flugmódela á Íslandi er allt að 4 metrar og mótorar eru allt að 6 hestöfl. Sjáið myndasíðurnar sem vísað er í hér á eftir.
Módelflug hentar Íslendingum afar vel. Hér er bjart um sumarnætur til flugs og útiveru í góðra vina hópi, og fátt annað fær dimm og drungaleg vertarkvöld til að líða með ljóshraða eins og að sitja við smíðar á óskaflugvélinni.
Hér er ekkert kynslóðabil. Feður og synir, mæður og dætur vinna saman við smíðar og flug, og njóta þeirrar gleði og ánægju sem flugið eitt getur veitt.
Keppnir sem Þytur heldur eru samkvæmt alþjóðlegum reglum FAI (Federation Aeronautique Internationale). Keppt er í svifflugi (hástart F3B, hang F3F) og listflugi (F3A). Einnig eru reglulega haldnar lendingakeppnir og flugkomur.
Alþjóðleg mót eru stundum haldin á Íslandi, og verður Viking Race í módelsvifflugi haldið í ágústmánuði 1996. Á síðasta Viking Race móti í Skotlandi 1994 voru um 50 keppendur, þar af þrír frá Íslandi.
Upplýsingar um hvað er á döfinni hverju sinni er hægt að fá í símsvara 562 29 10.
Þytur hefur komið upp glæsilegri aðstöðu til módelflugs fyrir sunnan Hafnarfjörð. Á Hamranesflugvelli eru malbikaðar flugbrautir og félagsheimili. Þangað eru gestir og gangandi velkomnir.
Glæsileg flugsýning með flugmódelum jafnt sem stórum vélum verður síðustu helgina í júní 1996 á Hamranesflugvelli.
Stjórn Þyts skipa: Formaður er Arnar B Vignisson. Gjaldkeri er Erlendur Borgþórsson. Ritari er Guðmundur Jónsson. Meðstjórnendur eru Birgir Sigurðsson og Andrés Már Vilhjálmsson.
Smellið hér til að sjá spurningar og svör (FAQ)
Flugsýningin tókst með ágætum, og mættu nokkur hundruð gestir. Til stóð að sýna listflug á "alvöru" flugvélum, en því miður lokaðist Reykjavíkurflugvöllur rétt í þann mund sem atriðið átti að hefjast. Módelflug var í þess stað flogið fram eftir degi. Því miður varð þessi tilfærsla milli daga til þess að ýmsir misstu af sýningunni.
Næsta flugsýning verður væntanlega síðustu helgina í júní 1996.
Sjá myndasafnið hér á eftir! Þar eru ýmsar myndir frá flugsýningunni
Kynningarsíða Viking Race (á ensku):
Við vonum að þið hafið nokkra ánægju af myndasafninu okkar.
Varúð. Eftirfarandi útgáfa er aðeins fyrir hina þolinmóðu! Öllum myndum er hlaðið inn í fullri stærð.
Smellið hér til að sjá meira um Flugmálafélag Íslands
Takk fyrir heimsóknina. Við vonum að ykkur hafi liðið vel hjá okkur.
Umsjón með vefsíðu Þyts hefur Ágúst H. Bjarnason hjá RT hf.
Vinsamlegast látið okkur vita um villur og annað sem betur mætti fara! Vefurinn breytist mjög ört; tengingar við aðrar síður rofna, og aðrar nýjar áhugaverðar eru sífellt að koma. Látið okkur vita um alt slíkt!
Hvað er módelflug?
Flugmódelfélagið Þytur.
Þó flugmódelfélagi Þytur hafi ekki verið stofnað fyrr en 1970 hefur módelflug verið stundað á Íslandi síðan fyrir seinni heimstyrjöldina.
Flugmódelfélagið Þytur er aðili að Flugmálafélagi Íslands. Markmið þess er meðal annars:
Að byrja í módelflugi
Að mörgu er að hyggja
** Spurningar og svör **
Á annarri síðu eru fjölmargar spurningar og svör um módelflug. Þar er saman kominn heilmikill fróðleikur fyrir þá sem hafa hug á að prófa þetta skemmtilega tómstundargaman.
Flugsýning á Hamranesflugvelli 2 júlí 1995. - Eftirmáli
Til stóð að halda flugsýninguna með pompi og pragt 1. júlí s.l. Veðrið reyndist alls ekki hagstætt, og var súld fram eftir degi. Haft var samband við veðurstofuna og var veðurfræðingurinn aðeins hóflega bjartsýnn á að veður yrði nægilega gott daginn eftir. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur, og var strax hafist handa klukkan níu að morgni við að undirbúa sýninguna. Haft var samband við útvarpsstöðvar, og var tilkynnt um flugsýninguna strax kl. 10 í fréttatíma Ríkisútvarpsins, og síðan hjá FM og Aðalstöðinni.
Viking Race
Alþjóðleg keppni í módelsvifflugi verðu haldin á Íslandi 6. til 13. ágúst 1996. Keppnin er skilgreind sem F3F eftir reglum FAI. Mótið mun standa yfir í eina viku, og verður væntanlega haldið nærri Hvolsvelli. Mót þetta er haldið annað hver ár, og var það síðast haldið 1994 í Skotlandi. Þátttakendur voru þá um 50 víðs vegar að úr heiminum.
AVRO-504 endursmíðuð í mælikvarða 1:4
Eins og mörgum er kunnugt, þá keyptu Íslendingar sína fyrstu flugvél árið 1919. Þessi flugvél, sem var af gerðinni AVRO-504, flaug sitt fyrsta flug í Vatnsmýrinni í Reykjavík hinn 3ja september 1919 klukkan fimm. Nákvæmlega 75 árum síðar flaug módel í mælikvarðanum 1:4 á sama stað að viðstöddu fjölmenni. Flugmódelið smíðaði Jakob Jónsson og er það frábærlega vandað. Allir málmhlutir eru handsmíðaðir, og er innrétting nákvæmlega eins og í fyrirmyndinni. Höfuð flugmannsins var skorið út í tré eftir ljósmynd af Cesil Faaber flugmanni.
Sjá myndasafnið hér á eftir! Þar eru ýmsar myndir af AVRO-504
Myndasafn Þyts
Hér er myndaalbúm vefsíðu Flugmódelfélagsins Þyts. Hér eru fjölmargar myndir, nýjar og gamlar. Myndir eru þannig úr garði gerðar, að fyrst kemur á skjáinn fjöldinn allur af litlum myndum ásamt texta. Ef smellt er á litla mynd birtist önnur stærri, en án texta. Myndir eru jpeg-þjappaðar.
Smellið hér til að sjá myndasafn Þyts.
Smellið hér til að sjá myndasafn Þyts.--- SEINVIRKT!.
Áhugaverðir staðir
Hér er ágætur staður til að leggja af stað í ferðalag um heiminn til að skoða allar gerðir af flugvélum.
Prófaðu! - En komdu samt aftur!
Hér er nyrsti módelklúbbur í heimi. Umsjón hefur Þrándur Ketill Holst:
North Cape R/C Model Flyers
Flugorusta! Hér er allt sem til þarf! Martin Elmberg í Lundi, Svíþjóð sér um þessa síðu. Þar eru myndir, reglur o.fl. Flugorusta - Aircombat....
Þessa póstverslun þekkja margir módelflugmenn. Þar má finna m.a. mjög góðan lista yfir vefsíður módelmanna o.fl. (R/C Web Directory) á netinu, auk verðlistans:
Tower Hobbies
JV trading í Noregi framleiðir Falcon Transmittertrays fyrir allar gerðir senda. Bestu módelflugmenn nota svona græjur! Falcon Transmittertrays
Mjög gott efnisyfirlit um vefsíður flugmódelklúbba, vefsíður módelmanna, forritasöfn tengd flugi, flugmyndasöfn alls konar o.m.fl. Robert Mathes í Bandaríkjunum sér um efnisyfirlitið.
R/C Model Aviation Directory...... http://nis.net/~rmathes
Hér er annað efnisyfirlit með annarri framsetningu. Vistföngin (URL) eru sýnileg, þannig að útprentun gagnast vel.
RC Stuff and links to... ... http://www.paranoia.com/~filipg/HTML/RC/F_Links.html
Ýmislegt óflokkað um allskyns flug og flygildi
Vefsíður um almennt flug
Ráðstefnur um flug
Flugmálafélag Íslands og aðildarfélög
Aðildarfélög Flugmálafélags Íslands, 1995-1997
Félög með aukaaðild:
Vefsíðan er á tölvu Nýherja.
Flugmódelfélagið Þytur þakkar Nýherja fyrir samstarfið.
Síðast breytt 26. nóv. 1995 áhb
Þú ert gestur númer
síðan 10. júlí 1995.