Myndasafn Þyts

  • Aftur í heimasíðu

    Hér eru fjölmargar myndir um módelflug. Þessi útgáfa er aðeins fyrir hina þolinmóðu. Hún er mjög þung, þar sem allar myndirnar eru lesnar inn í fullri stærð. Önnur útgáfa með litlum myndum er mun hraðvirkari.



    Skjöldur Sigurðsson er að smíða þetta frábæra módel af Jökli, DC3 flugvél Loftleiða. Vænghafið er 362 cm. Módelið er knúið tveim 40 cm3 bensínhreyflum. Módelið er allt klætt með álplötum, sem skornar eru nákvæmlega eftir fyrirmyndinni. Hvert hnoð er sýnilegt. (dc3-a.jpg 16k áhb)


    Hér er önnur mynd af Jökli Skjaldar Sigurðssonar. Hér má rétt greina flugmennina í stjórnklefanum, en hann er að sjálfsögðu innréttaður eins og fyrirmyndin. (dc3-b.jpg 16k áhb)


    Hér er enn önnur mynd af Jökli Skjaldar Sigurðssonar. Takið eftir öllum hnoðnöglunum í klæðningunni.. (dc3-hur.jpg 21k áhb)


    Þetta er hreint ótrúlegt... Er þessi mynd raunverulega tekin inni í flugmódeli? Já vissulega. Í loftinu eru rafljós, og sætin eru bólstruð. Teppi er á gólfi. Ekki vantar hvíta dúkinn á hnakkapúðana. Þið ættuð að sjá inn í stjórnklefann sem rétt grillir í! (dc3inni.jpg 17k kf)


    Hér þenur Sturla Snorrason hreyflana á DC3 flugvél sinni. Þetta er líkan af Gljáfaxa Flugfélags íslands. Vænghaf er 3,6 metrar og mælikvarðinn 1:8. Skjöldur Sigurðsson gætir þess að flugvélin þjóti ekki af stað! (sturla1.jpg 26k áhb)


    Sturla Snorrason leggur af stað út á flugbraut. Myndin er tekin á flugsýningu Þyts síðastliðið sumar. (sturla2.jpg 25k áhb)


    Hér er Gljáfaxi kominn á loft. Módelið er yfir 20 kg að þyngd og knúið með tveim 35 cm3 bensínhreyflum. (dc3flug.jpg 16k áhb)


    Jón V. Gíslason vinnur við að setja saman PT-19 Skjaldar Sigurðssonar. (jvg50b.jpg 43k áhb)


    Böðvar Guðmundsson smíðaði líkan af þríþekju Rauða barónsins. Böðvar er að gangsetja hreyfilinn fyrir flug, en Gunnar Valdimarsson heldur fast í vænginn. Módelið er í mælikvarðanum 1:4, og hreyfillinn er 38 cm3. (dr3.jpg 29k áhb)


    Þríþekja Rauða barónsins var ekki öll rauð eins og margir halda. Módelið er í réttum litum. Að neðanverðu eru vængirnir bláir. (dr3b.jpg 21k áhb)


    Rauðka er næstum tilbúin til að bera svifflugu með 4ja metra vænghafi á loft. Hún er einnig notuð til að draga svifflugur á loft. (raudka.jpg 30k áhb)


    Hvort er þetta raunveruleg herflugvél eða módel? Auðvitað raunverulegt flugmódel! Þennan Messersmith smíðaði Birgir Sigurðsson í mælikvarðanum 1:5. Hreyfillinn er 35 rúmsentímetrar. Myndin er tekin á Melgerðismelum, nærri Akureyri. (lowpass.jpg 11k kf)


    Rafn Thorarensen er hér við Extra 230 listflugvél sína. Vélin er með 62ja rúmsentímetra hreyfli (4hö), reykkerfi og rafstarti. (rafn.jpg 21k áhb)


    Hér má sjá Gljáfaxa með um 4ja metra vænghafi, og tvö módel af Piper Cub í mælikvörðunum 1:3 og 1:4. (piper.jpg 23k áhb)


    Þessi mynd er tekin á flugsýningu árið 1990. Grasfræi hefur nýlega verið sáð í hluta svæðisins, en það ekki farið að spíra og sést í brúnt moldarflagið. Bílastæðin eru á gömlu öskuhaugum Hafnfirðinga. Hvítu flekkirnir milli flugbrautanna og bílanna eru víst fólk! "Flugstöðin" er vinstra megin á myndinni. Síðan myndin var tekin hefur bæst við hús fyrir rafstöð og 40 feta gámur fyrir landbúnaðartækin. Einnig er kominn skjólveggur við húsið og limgerði. Á myndinni má sjá tvo Piper Cub í fullri stærð (einnig sem 1/4 og 1/3 skala módel) og rauða fisið hans Ómars. Myndina tók Arnar Vignisson félagi í Þyt úr þyrlu. (/vollur.jpg 57k av)

    Myndin er tekin árið 1990. Moldarflagið sem sést á myndinni er löngu gróið upp. Vinstra megin við húsið er nú kominn garður umgirtur skjólvegg og limgerði. Bak við húsið er nú rafstöðin og verkfærageymsla. Um 2000 trjáplöntum hefur verið plantað nærri húsinu. (vollur2.jpg 53k av)


    Myndin er frá Hamranesflugvelli. Í baksýn sést "flugstöðin" okkar. Módelið er Ultra Hot með 4 hestafla bensínhreyfli. (hamranes.jpg 20k áhb)


    Þessi mynd er tekin í september 1919. Eitt af fyrstu flugum AVRO-504 er undirbúið. (avro-old.jpg 20k ??)


    Nú er klukkan orðin 17.00 laugardaginn 3ja september 1994. Mótorinn sem er 62ja rúmsentimetra (4 hestöfl) er kominn í gang í Vatnsmýrinni. Í dag er flugmaðurinn Skjöldur Sigurðsson, en fyrir nákvæmlega 75 árum var það Cecil Faber. Höfuð flugmannsins í sætinu er skorið út eftir mynd af Cecil Faber, og er hægt að hreyfa það með fjarstýringunni!. Jóhannes Jakobsson smíðaði módelið sem er í mælikvarða 1:4. (flugtak.jpg 32k áhb)


    Þetta módel smíðaði Skjöldur Sigurðsson. Það flokkast sem risaskalamódel. (lending.jpg 23k epe)


    Þessi mynd af risaskalamódeli Skjaldar er tekin á Reykjavíkurflugvelli. Hvor Texaninn er módelið?. Hver ætli mælikvarinn sé? (rvk2.jpg 14k epe)


    Þessi mynd af risaskalamódeli Skjaldar er tekin á Reykjavíkurflugvelli. Hér fer ekki á milli mála hvor flugvélanna er módel! (rvk1.jpg 14k epe)


    Skjöldur Sigurðsson á módelið, og Magnús Norðdahl á fyrirmyndina sem hann situr við, CAP-10 B. Skjöldur er einn af okkar bestu smiðum, og Magnús einn af okkar bestu listflugmönnum. (ufo-2.jpg 17k epe)


    Skjöldur Sigurðsson smíðaði þetta módel af CAP-10 B. Módelið hefur svipaða flugeiginleika og fyrirmyndin. (ufo-3.jpg 30k epe)


    Flugleiðaþotan flýgur aðflug að flugvellinum okkar með hjólin niðri. Myndina tók Arnar Vignisson félagi í Þyt. (boeing3.jpg 51k av)


    Vonandi fannst þér gaman að sjá þessar myndir. Við munum skipta um myndir annað slagið, svo þú mátt gjarnan líta við aftur.

  • Aftur í heimasíðu

    Umsjón með vefsíðu Þyts hefur Ágúst H. Bjarnason hjá RT hf.

    Vefsíðan er á tölvu Nýherja. Flugmódelfélagið Þytur þakkar Nýherja fyrir samstarfið.

    Þú ert gestur númer síðan 30. desember 1995.