Kjarnorka á komandi tímum…

(Upphaflega á Moggabloggi 7. september 2008.  Uppfært hér 20. febrúar 2022). .     Fyrir  75 árum, eða árið 1947,  kom út bók á íslensku sem nefnist Kjarnorka á komandi tímum. Bókin er 216 blaðsíður að lengd og merkilega yfirgripsmikil. Höfundur bókarinnar er David Dietz, sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1937, en þýðandi Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) sem var prófessor…

Helgi Tómasson prófessor: Tölfræðilegt sjónarhorn á skýrslur IPCC…

Tölfræðilegir gallar ýki loftslagsvána. ( Leturbreytingar eru mínar – ÁHB). Morgunblaðið.  Fimmtudagur, 14. október 2021   Helgi Tóm­as­son prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands: „Til­gang­ur­inn má ekki helga meðalið. Þótt meng­un sé slæm má ekki nota hvaða aðferðir sem er til að draga úr henni.“ Vís­inda­menn eiga það til að freist­ast til að…

Var hlýja loftslagið á miðöldum (Medieval Warm Period – MWP) hnattrænt fyrirbæri eða bundið við ákveðna staði á jörðinni…?

Drög 9. okt. 2021 Var hlýja loftslagið á miðöldum (Medieval Warm Period – MWP) hnattrænt fyrirbæri eða bundið við ákveðna staði á jörðinni? Gríðarlega margar rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim: Í borkjörnum jökla, seti í botni stöðuvatna og á hafsbotni… Þetta er svo mikill fjöldi rannsókna og ritrýndra greina, að ekki er auðvelt…

Hin síbreytilegu,  síkviku,  ólgukenndu og kaótísku kerfi hafs og lofts…

Hugsum okkur að á plánetunni jörð væri engin lifandi mannvera, jafnvel ekki lífvera. Hvað þá? Væru þá engar veður- eða loftslagbreytingar?  Loftslagskerfin samanstanda af ólgukenndu (turbulent) hafinu sem er í snertingu við ólgukenndan lofthjúpinn. Þessi kerfi eru á reikistjörnu sem snýst í sífellu og er böðuð í sólarljósi sem skín ójafnt á yfirborð jarðar, mest…

“Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað”…

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þorsteinn hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl.…

Dr. John Christy loftslagsfræðingur og prófessor: Spár um loftslagsbreytingar og raunveruleikinn…

Dr John Christy loftslagsfræðingur og prófessor flytur hér einstaklega greinargóðan og auðskilinn fyrirlestur þar sem hann ber saman raunveruleikann í breytingum á veðurfari og spádóma. Fyrirlesturinn er á ensku, en franski titillinn “Confronter au réel les affirmations sur le climat” stafar af því að hann er fluttur í Frakklandi á vegum félagsskaparins “Association des Climato-réalistes” …

Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur: Loftslagsvísindi hrjáð af fölsunum . . .

  Morgunblaðið 6. desember 2019 Loftslagsvísindi hrjáð af fölsunum Eftir Friðrik Daníelsson efnaverkfræðing (Leturbreytingar og skýringarmynd: áhb – www.agust.net )   “Ekki hefur verið sýnt fram á með sannfærandi hætti að aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi ákveðin áhrif á loftslag”   Hin 123 ára gamla kenning Arrheniusar um hlýnun loftslags af völdum koltvísýrings frá mönnum…

Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði 1973 fjallaði um mál málanna. – Athyglisvert…!

Norðmaðurinn Ivar Giæver   fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1973 vegna rannsókna í skammtafræði á hálfleiðurum og ofurleiðni. Á samkomu nóbelsverðlaunahafa  1. júlí 2015 hélt hann ræðu sem eftir var tekið. Ívar lauk prófi í vélaverkfræði frá Þrándheimi árið 1952, fluttist síðan til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1964. Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara og…

Saga RT ehf – Rafagnatækni í hnotskurn…

Saga RT ehf – Rafagnatækni í hnotskurn Í vinnslu.          Uppphaflega 2002 á vef RT ehf-Rafagnatækni,  útgáfa: 3.1.2020   Hér verður stiklað á stóru, enda illmögulegt að gera yfirgripsmikilli sögu RT ehf – Rafagnatækni skil í stuttu máli. Árið 1961 stofnuðu Björn Kristinsson rafmagnsverkfræðingur, Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Örn Garðarsson eðlisverkfræðingur, fyrirtækið…

Furður fjarlægra sólkerfa…

(Í vinnslu)   Um 600 stjörnufræðingar frá öllum heimsálfum komu saman á ráðstefnunni EXTREME SOLAR SYSTEMS IV í Hörpu 19. – 23 ágúst til að ræða nýjustu niðurstöður leitarinnar að reikistjörnum í öðrum sólkerfum. Um 4000 hnettir á brautum um aðrar sólstjörnur hafa nú fundist með Kepler geimsjónaukanum og öðrum rannsóknatækjum. Sérstök áhersla verður á…

Hallgrímskirkja og heimshlýnun…

Hvað á Hallgrímskirkja sameiginlegt með heimshlýnuninni? Svarið er: Ekkert 🙂 Við getum þó notað hæð kirkjunnar til að meta hve mikil þessi hlýnun er frá því fyrir iðnbyltingu (pre-industrial), eða frá síðustu áratugum “Litlu ísaldarinnar” svokölluðu.  Tilgangurinn er eingöngu að fá tilfinningu fyrir því hve mikil hlýnunin er, og nota til þess kirkju. Hvorki meira…

Flygildi og þyrildi – loftmyndir…

Á þessari vefsíðu eru nokkrar myndir teknar með þyrildum (drónum) eða flygildum (vængjuð flugmódel). Myndirnar sem hægt er að snúa um 360° eru teknar með Mavic Air. Mavic Air er lítið fjölhæft þyrildi sem samanbrotið kemst næstum í vasa. – Mavic Air tekur 25 myndir allan hringinn. Þessar myndir eru síðan settar saman í 360°…

Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi er nú allur…

    Bjarni vinur okkar Sigrúnar lést á heimili sínu 2. maí, ári eftir að Már bróðir hans lést. Hann var sonur Sigurðar Greipssonar skólastjóra við íþróttaskólann í Haukadal. Bjarni var fæddur 26. apríl 1935 og því 83 ára er hann lést. Kynni okkar hófust fyrir alvöru er við keyptum landskika af þeim bræðrum, Má og…

Er aldingarðurinn Eden fundinn í Göbekli Tepe? 11.000 ára fornminjar…

 (Af Moggabloggi 3. maí 2009) Fundist  hafa ótrúlega vel varðveittar rúmlega 11.000  gamlar fornminjar í Tyrklandi sem hafa valdið byltingu í hugmyndum okkar um þróun menningar. Sumir hafa tengt staðinn við munnmælasögur um Paradís, en staðurinn kemur heim og saman við frásagnir í Biblíunni. Fornminjarnar eru sem sagt frá um 9.000 f.Kr. Jafnvel eldri. Til samanburðar…

Antikyþera reiknivélin, 2100 ára hátæknitölva…

  Hátæknibúnaðurinn sem fannst árið 1901 í skipi sem sökk við eyjuna Antikyþera skammt norðvestur af Krít um 80 fyrir Krist hlýtur að teljast meðal merkustu fornminja allra tíma. Þetta er furðuflókinn tölvubúnaður eða reiknivél sem nota mátti fyrir flókna stjarnfræðilegra útreikninga. Tækið er frá því um 100 fyrir Krists burð, og því meir en…

Observing Satellite Orbits Over Iceland 60 Years Ago…

  Introduction These observations started in August of 1964.  The reason was that after the French Space Research Organization (CNES) rocket launches were conducted earlier in the summer, Dr. Thorsteinn Saemundsson, astrophysicist with the High Altitude Research Department of the University of Iceland’s Science Institute and Dr. Agust Valfells, nuclear engineer and then Director of…

Athuganir á brautum gervihnatta yfir Íslandi fyrir 60 árum…

      Aðdragandinn… Þessar athuganir hófust í ágústmánuði 1964. Aðdragandinn var sá að eftir eldflaugaskot Frakka á Mýrdalssandi fyrr um sumarið voru Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar Háskólans og  Dr. Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur, sem var þá forstöðumaður Almannavarna, á lokafundi med Frönsku visindamönnunum ásamt öllum íslenskum aðilum sem höfðu aðstoðað  Frakkana við geimskotin, þegar Þorsteinn minntist…

Er það hrós að vera kallaður efasemdarmaður…?

Oft hefur sá er þessar línur ritar verið kallaður efasemdarmaður, fyrst og fremst vegna þess að hann efast um að aukning koltvísýring (CO2) hafi valdið allri hækkun hita andrúmsloftsins síðastliðin 150 ár, þ.e. frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu. Sumir hafa jafnvel notað enn sterkari orð eins og afneitunarsinni.  Fróðlegt er að skoða hvað liggur…

Öfgafullar fréttir um hækkun sjávarborðs og raunveruleikinn…

Er sjávarborð að hækka hraðar og hraðar og má reikna með að lönd og borgir séu að fara á kaf?  Ráðamenn á Maldive eyjum fara fram á skaðabætur. Fréttamenn og almenningur súpa hveljur.   Hvað er satt og rétt í þessum málum?  Á maður að trúa svona fréttum gagnrýnislaust?     Morgunblaðið skrifaði 13. nóvember 2017:…

Jørgen Peder Steffensen hjá Niels Bohr Institute: Hlýrra á Grænlandi fyrir árþúsundi en í dag…

  Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðingur og prófessor hjá Niels Bohr Institutet, Københavns Universitet fjallar í þessu stutta (4 mínútur) en fróðlega myndbandi um rannsóknir á borkjörnum frá Grænlandsjökli. Dr. Jørgen Peder Steffensen hefur meðal annars starfað mikið með íslenska eðlis- og jöklafræðingnum Dr. Sigfúsi Johnsen, og jarðefnafræðingnum Dr. Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur. Hann fræðir okkur meðal annars á því að fyrir árþúsundi hafi…

Freeman Dyson, einn virtasti vísindamaður meðal núlifandi eðlis- og stærðfræðinga, fjallar um framtíðina…

Freeman Dyson lést 28. febrúar 2020. Eftirfarandi er ritað árið 2017.  Freeman Dyson er einn virtasti vísindamaður meðal núlifandi eðlis- og stærðfræðinga, prófessor emeritus við Institute for Advanced Studies sem er tengt Princeton háskóla. Hann er fæddur árið 1923 og því orðinn orðinn 94 ára (2017) og hefur lifað tímana tvenna, m.a. starfaði hann um skeið samtímis Einstein við…

Höfðinginn Már Sigurðsson er allur…

  Nú er hann Már vinur minn allur. Hann lést 3ja maí s.l. Mása hef ég þekkt í sex áratugi og hálfan betur.  Kannski rúmlega sjö, því Mási var tveim dögum eldri en ég og hafði hann það eitt sinn á orði að hann hafi séð mig koma hágrenjandi í heiminn á fæðingadeildinni og hlegið…

Magnús Jónsson fyrrverandi veðurstofustjóri: Rannsóknir í herkví hagsmuna?

Nýlega rifjaðist upp grein sem Magnús Jónsson veðurfræðingur skrifaði í Morgunblaðið árið 1998. Hugsanlega er eitthvað í greininni sem heimfæra má upp á ástandið núna tveim áratugum síðar Magnús Jónsson fyrrverandi veðurstofustjóri:   Grein í Morgunblaðinu 31. október 1998 “…Í hinu flókna þekkingar- og upplýsingasamfélagi okkar er vaxandi hætta á því, segir Magnús Jónsson , að…

Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alþingis- og ævintýramaður…

(Pistill ritaður á Moggabloggið á 160 ára afmælisdegi Jóns Ólafssonar 20. mars 2010). Hvaða íslendingur flúði til Noregs tvítugur vegna magnaðs kveðskapar, Íslendingabrags? Hver orti „Máninn hátt á himni skín” 21 árs gamall? Hver var það sem varð að flýja land fyrir skrif sín 23 ára að aldri, og nú til Bandaríkjanna? Hvaða höfðingjadjarfi Íslendingur…

Vindstig eða m/s: Hvort skilur almenningur betur…?

  Getur verið að margir (flestir) hafi litla sem enga tilfinningu fyrir vindstyrk sem gefinn er upp í metrum á sekúndu?  Getur verið að flestir skilji mun betur gömlu góðu vindstigin?  Getur verið að fæstir geri sér grein fyrir að eyðileggingamáttur vindsins vex mjög hratt með vindhraðanum, miklu hraðar en tölurnar gefa í skyn?  …

Þetta reddast…!

Við Íslendingar erum dálítið sérstakir. Við erum stundum djarfir og áræðnir, fullir sjálfstrausts. Þrátt fyrir heimóttaskap sem einkennir okkur stundum, er eitthvað sérstakt í þjóðarsálinni sem erfitt er að útskýra. Það reddast, segjum við. – Það reddast, hugsum við. Það merkilega er að oft reddast það! … Hvers vegna? . Við fórum þjóða fyrst á…

Forbush Decrease – staðfesting á kenningu Henriks Svensmark…?

(Uppfært júlí 2019) Fyrirbæri sem kallað er “Forbush Descrease“  er skyndileg minnkun geimgeisla eftir öflugar kórónuskvettur frá sólinni. Þetta eru skammtímaáhrif sem ekki hafa nein marktæk áhrif á breytingar á hitastigi lofthjúpsins, en samt sem áður má líta á “Forbush Decrease” áhrifin sem kærkomið prufumerki sem gerir kleyft að rannsaka áhrif geimgeisla á skýin, og…

Stefnir í offjölgun ferðamanna? Hvað er til ráða?

Það er ekki laust við að þeir sem kunna að meta óspillta náttúru séu uggandi. Margir ferðamannastaðir eru komnir yfir þolmörk og liggja undir skemmdum. Á næsta áratug er reiknað með að fjöldi erlendra ferðamanna tvöfaldist. Gangi sú spá eftir er voðinn vís. Hingað til hafa menn verið að reyna að bæta úr með því…

Hjarðhugsun manna og hjarðhegðun í dýraríkinu…

Uppphaflega Moggablogg frá febrúar 2011. Sjá hér. Þessi pistill er vistaður á www.agust.net     Hjarðhegðun í dýraríkinu þekkja flestir og margir eru farnir að greina svipaða hegðun meðal manna, en það þarf ekki að koma á óvart því auðvitað tilheyra menn (konur eru líka menn) dýraríkinu. Leiðtoginn, forystusauðurinn, leggur línurnar og þeir sem tilheyra…

Skógrækt áhugamannsins…

Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið. Skrifarinn var svo lánsamur að eiga þess kost að starfa við skógrækt í nokkur sumur á unglingsárunum. Á myndinni má sjá hann ásamt vinnufélögunum við Austmannabrekku í Haukadal um 1960 eða 1961, en hann er þar næst efst. Í baksýn er Laugafell sem er rétt við Geysi, sem sjá má…

Iðavellir í Haukadal – Landbætur…

Hittust æsir á Iðavelli, þeir er hörg og hof hátimbruðu; afla lögðu, auð smíðuðu, tangir skópu og tól gerðu.  … Hér eru nokkrar myndir sem sýna mun á gróðurfari landskika í Haukadal Bláskógabyggð síðan hafist var handa sumarið 2000 við landgræðslu. Fyrst eru myndir sem sýna hvernig landið var, en þar á eftir myndir sem…

Hvað er eðlilegt veðurfar…?

Er loftslag eðlilegt og æskilegt  eins og það var fyrir 100 til 150 árum? (Upphaflega á Moggabloggi árið 2015). Spurt er: Hvað er eðlilegt veðurfar? Er loftslag eðlilegt og æskilegt  eins og það var fyrir 100 til 150 árum?  Það felst í kenningunni um skaðlegar loftslagsbreytingar, þ.e. hlýnun frá þessu tímabili.   Jörðin hefur hlýnað um…

Skógrækt betri en “endurheimt votlendis”…?

Oft hefur mér komið til hugar að “endurheimt votlendis” með því að fylla í skurði sé ekki endilega rétt aðferð til að minnka losun koltvísýrings. Annar möguleiki til að binda kolefni, og jafnvel betri, er að rækta skóg á landinu, eða einfaldlega friða það og leyfa sjálfsáðum trjáplöntum að vaxa. Á myndinni efst á síðunni má…

Er skóg ég skóp…

  Hvernig fléttar maður saman tímann og lífið? Jafnvel tímann og eilífðina? Er það yfirhöfuð hægt? Hvernig kemur maður í veg fyrir að tíminn fljúgi frá manni? “…Sed fugit interea, fugit irreparabile tempus, singula dum capti circumvectamur amore” skráði rómverska skáldið Virgill fyrir langalöngu á blað. Hvernig blað? Það skiptir ekki máli. Ég skrifa á…

Lifandi áburðarverksmiðja…

Þessi birkiplanta er umvafin smára. Smárinn er með rótarbakteríur sem vinna nitur eða köfnunarefni úr loftinu á sama hátt og lúpínan. Þess vegna er grasið í smárabreiðum yfirleitt grænna en annars staðar. Landið sem ég hef verið að planta þúsundum skógarplantna í á undanförnum hálfum öðrum áratug er nokkrir hektarar að stærð. Árangur er mjög…

Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru?

 >>> Cum Grano Salis <<< D R Ö G   Í   V I N N S L U    –   (Upphaflega 2015, síðast breytt 29/10/2024). Þessi vefsíða er sífellt í vinnslu með nýju eða breyttu efni. (Neðanmáls eru nokkur viðtöl við, eða greinar eftir 8 þekkta íslenska veðurfræðinga sem birst hafa í dagblöðum, svo og…