Var hlýja loftslagið á miðöldum (Medieval Warm Period – MWP) hnattrænt fyrirbæri eða bundið við ákveðna staði á jörðinni…?

Mynd af gagnvirka kortinu


Drög 9. okt. 2021

Var hlýja loftslagið á miðöldum (Medieval Warm Period – MWP) hnattrænt fyrirbæri eða bundið við ákveðna staði á jörðinni? Gríðarlega margar rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim: Í borkjörnum jökla, seti í botni stöðuvatna og á hafsbotni… Þetta er svo mikill fjöldi rannsókna og ritrýndra greina, að ekki er auðvelt að hafa yfirsýn.

Það er þó hægt með hjálp gagnvirks heimskorts þar sem staðir hinna fjölmörgu rannsókna eru sýndir, ásamt helstu niðurstöðum. Með því að skruna inn á kortið við forvitnilegan stað má sjá betur einstaka blöðrur og velja einhverja til að smella á. Upp sprettur gluggi með lýsingu á viðkomandi rannsókn, tilvísun í vísindagreinina, listi yfir vísindamennina, helstu niðurstöður, samantekt, ýmsar krækjur og þar á meðal oft til að nálgast sjálfa vísindagreinina.

Gagnvirka kortið má finna neðarlega á þessari síðu:

Project: Mapping the Medieval Warm Period

https://kaltesonne.de/mapping-the-medieval-warm-period/

Opnið kortið með því að smella á myndina sem þar er að finna. Byrjið á Íslandi og haldið svo áfram, t.d. með því að velja ransóknarstað á suðurhveli. Svo koll af kolli…

Lesið fyrst enska textann sem er á síðunni. Það er ekki langur texti, en gagnlegur.

DÆMI: Opnið kortið. Finnið Ísland. Það sést varla vegna fjölda blaðra sem þar eru, enda rannsókir margar. Stækkið myndina af Íslandi með zoom þannig að þið sjáið landið greinilega.Tökum dæmi: Á hálendinu nærri Langjökli er Hvítárvatn. Þar hefur Dr Áslaug Geirsdóttir prófessor ásamt öðrum stundað rannsóknir.
Smellið á þessa blöðru. Upp sprettur gluggi með ítarlegum upplýsingum og tilvísunum.

Takið nú stikkprufur víða um heim.

 

Var Medieval Warm Period – MWP staðbundið fyrirbæri eða hnattrænt? Niðurstöður rannsóknanna eru ekki alveg á einn veg, en litur blaðranna gefur til kynna á hverju er von þegar blaðra er opnuð til að skoða innihaldið:


Rautt: MWP hlýnun
Blátt: MWP kólnun (mjög sjaldgæft)

Gult:  MWP þurrara loftslag
Grænt: MWP rakara loftslag

Grátt: Engin sýnileg leitni eða vafasöm niðurstaða

 

 

Athugið, að við erum alls staðar að skoða frumgögn eða tilvísun í þau, og getum sanneynt það sem sem skrifað er í blöðru sem túlkun á niðurstöðum.

En hvert er svarið við spurningunni í fyrirsögn pistilsins? “Var hlýja loftslagið á miðöldum (Medieval Warm Period – MWP) hnattrænt fyrirbæri eða bundið við ákveðna staði á jörðinni…?”

Nú ættir þú að geta svarað spurningunni…  🙂



 

 

Úrklippan sýnir örlítið brot af heimskortinu. (Þetta er ekki gagnvirk mynd, aðeins sýnishorn).

 


Sjá einnig annað verkefni: Medieval Warm Period Project    http://www.co2science.org/data/mwp/mwpp.php

“Our Medieval Warm Period Project is an ongoing effort to document the magnitude and spatial and temporal distributions of a significant period of warmth that occurred approximately one thousand years ago. Its purpose is to ultimately determine if the Medieval Warm Period (1) was or was not global in extent, (2) was less warm than, equally as warm as, or even warmer than the Current Warm Period, and (3) was longer or shorter than the Current Warm Period has been to date . . .”