(Af Moggabloggi 3. maí 2009)

Ótrúlegt að þessar minjar skuli vera 11.000 ára gamlar!

Horft yfir hluta svæðisins
“Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson; hún fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst. Gull þess lands er hreint. Þar er bedólat og ónyxsteinn Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland. Þriðja stóráin heitir Kíddekel (Tígris). Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat. Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans….”
Auðvitað eru þetta bara vangaveltur, en getur verið að munnmælasögur um aldingarð hafi lifað mann fram af manni um aldir alda? Þarna var mjög frjósamt og gnægð matar meðan menn stunduðu veiðar. Síðan reistu menn hof og fluttu saman í þorp og fóru að stunda landbúnað. Felldu tré og runna til að auðveldara væri að yrkja jörðina. Uppblástur hófst og Paradís var ekki lengur til staðar nema í munnmælum.

Göbekli Tepe er syðst í Tyrklandi um 10 km frá bænum Urfa.

Takið eftir hve myndirnar eru vel gerðar og vel varðveittar. Svo virðist sem hofið hafi verið viljandi grafið í sand fyrir 10.000 árum. Hvers vegna vita menn ekki.

Það er merkilegt til þess að hugsa að þetta hefur verið unnið með steináhöldum, því málma þekktu menn auðvitað ekki á steinöld.

Þannig hugsa menn sér að hofið hafi getað litið út. Aðeins er búið að grafa upp lítinn hluta svæðisins, en á yfirborðinu má sjá móta fyrir fleiri hringjum á hæðinni. Með jarðsjá hafa menn fundið ýmislegt neðanjarðar sem á eftir að grafa upp.

Er þetta elsta myndastytta í heimi? Er hún 13.500 ára gömul?

Það duga ekki nein vettlingatök á svona steina. Það eru um 20 svona 6 metra háar T-laga súlur, og vegur hver þeirra um 20 tonn. Þær voru reistar fyrir meira en 11.000 árum.

Það var þessi gamli Kúrdi sem fann undarlega lagaðan stein sem varð kveikjan að uppgreftinum sem hófst 1994. Nánast ekkert sást á yfirborðinu og komu fornminjarnar ekki í ljós fyrr en farið var að grafa.

Þjóðverjinn Klaus Schmidt hefur helgað sig uppgreftinum og stjórnar honum.
Ítarefni:
http://interestingengineering.com/this-temple-still-astounds-archaeologists-12000-years-later/
Wikipedia: Göbekli Tepe
Smthsonian Magazine: Gobekli Tebe: The World's First Temple?
Tom Knox í Daily Mail: Do these mysterious stones mark the site of the Garden of Eden?
Professor A. Cihat: History of civilization began in Urfa Began in Urfa (Gobekli, Turkey).
13,500 Year Old Statue Amazes Archeologists Throughout The World.
Gobekli Tepe: Where Civilization Began?
Archaeology Magazine. Sandra Scham: Turkey’s 12,000-year-old stone circles were the spiritual center of a nomadic people
