Dr John Christy loftslagsfræðingur og prófessor flytur hér einstaklega greinargóðan og auðskilinn fyrirlestur þar sem hann ber saman raunveruleikann í breytingum á veðurfari og spádóma. Fyrirlesturinn er á ensku, en franski titillinn “Confronter au réel les affirmations sur le climat” stafar af því að hann er fluttur í Frakklandi á vegum félagsskaparins “Association des Climato-réalistes” þar í landi. Í kynningunni er fyrirlesturinn nefndur “The history of Earth´s Tenperature”.
Um John Christy má t.d. lesa hér og hér. Hann er prófessor í loftslagsfræðum við University of Alabama, Huntsivlle, og sérfræðingur í mælingum á hitastigi lofthjúps jarðar frá gervihnöttum.