Norðmaðurinn Ivar Giæver fékk nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1973 vegna rannsókna í skammtafræði á hálfleiðurum og ofurleiðni. Á samkomu nóbelsverðlaunahafa 1. júlí 2015 hélt hann ræðu sem eftir var tekið.
Ívar lauk prófi í vélaverkfræði frá Þrándheimi árið 1952, fluttist síðan til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1964.
Enginn ætti að láta þetta fram hjá sér fara og hlusta vel á norðmanninn Ivar Giaever. Hann talar mjög skýrt og útskýrir máls sitt þannig að allir ættu að skilja vel. Hann er greinilega með brjóstvitið og fræðin á hreinu. Þessi heiðursmaður er fæddur árið 1929.
Erindið fjallar um mál málanna, þ.e. hnatthlýnun, hækkun sjávarborðs, óveður og fleira …
Það er vel þess virði að hlusta á Ívar.
Smella hér til að opna krækju að erindinu.