Jørgen Peder Steffensen hjá Niels Bohr Institute: Hlýrra á Grænlandi fyrir árþúsundi en í dag…

Jørgen Peder Steffensen

 

Jørgen Peder Steffensen jarðeðlisfræðingur og prófessor hjá Niels Bohr Institutet, Københavns Universitet fjallar í þessu stutta (4 mínútur) en fróðlega myndbandi um rannsóknir á borkjörnum frá Grænlandsjökli.

Dr. Jørgen Peder Steffensen hefur meðal annars starfað mikið með íslenska eðlis- og jöklafræðingnum Dr. Sigfúsi Johnsen, og jarðefnafræðingnum Dr. Árnýju Erlu Sveinbjörnsdóttur.

Hann fræðir okkur meðal annars á því að fyrir árþúsundi hafi hitinn á Grænlandi verið 1,5 gráðum hærri en í dag, og að mjög erfitt sé að sýna fram á hvort núverndi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

Myndbandið er 4 mínútur að lengd.  Það er fróðlegt að heyra hvað þessi virti vísindamaður hefur að segja.

“We live in the coldest period of the last 10.000 years”

– Fyrir árþúsundi var hitinn á Grænlandi 1,5 gráðum hærri en í dag.

– Hitinn var ef til vill 2.5° C hærri fyrir 4000 árum.

– Rannsóknir víðar í heiminum styðja þessa mynd.

– Mjög erfitt að sýna fram á hvort núverndi hlýindi stafi af mannavöldum eða eigi sér náttúrulegar orsakir.

(Smella á bláa hnappinn [Watch on Vimeo] til að opna myndskeiðið).

 



Ítarefni…

>>>Einn allra áhugaverðasti fyrirlestur sem ég hef hlustað á<<<

Heldur lengri fyrirlestur en hér fyrir ofan, en fullur af fróðleik:

Jørgen Peder Steffensen, prófessor hjá Niels Bohr stofnunni við Kupmannahafnarháskóla, er einstaklega góður fyrirlesari og spjallar hann hér um rannsóknir á ískjörnum frá Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu.

Einstaklega áhugavert og auðskilið öllum. Eiginlega frábært 

Fyrirlestrinum er skipt í fjóra hluta hjá YouTube. Ekki treysta á að YouTube raði hlutunum í rétta röð, heldur velja hér fyrir neðan.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum félagsskapar sem kallast því skemmtilega nafni Science & Cocktails Copenhagen. Grænklæddi maðurinn í byrjun er auðvitað ekki Jørgen Peder Steffensen heldur kynnirinn og dálítið meira sem kemu í ljos í lok fjórða hluta  

 

 

 


Jörgen svarar tveim spurningum, meðal annars um gróður sem fannst undir hábungu jökulsins á 3ja km dýpi, og síðan eru huggulegir tónleikar með “grænklædda manninum” sem reynist vera Andy Benz:


Hvað er þetta Science & Cocktails?

http://www.scienceandcocktails.org/