Hvað kostar að minnka hlýnun um 1/100 gráðu á ári?
Eða með öðrum orðum, vinna á móti hnatthlýnunni sem hefur verið um 1 gráða á öld, undanfarin hundrað ár, eða um 1/100 úr gráðu á ári, svona því sem næst.
(Í þessum forsendum reiknum við til einföldunar með að öll hlýnunin sé af mannavöldum, en ekki af völdum náttúrunnar. Sú einföldun hefur hverfandi áhrif á niðurstöðuna).
Prófum að reikna:
Til að setja þetta í samhengi:
Árleg losun kolefnis var árið 2020 var um það bil 10,3 Gigatonn. Það jafngildir um 38 Gigatonnum af CO2.
https://www.co2.earth/global-co2-emissions
Ef við gefum okkur að þessi aukning CO2, ef hún heldur áfram með sama hraða, valdi 1°C hlýnun á öld, eða 0,01°C á ári, hvaða áhrif á hlýnun hefur þá hvert tonn sem bundið er? (Þetta eru nógu nákvæmar tölur til að finna stærðargráðu kostnaðar).
Deila:
[Árleg hækkun hitastigs í °C] / [Árleg losun CO2 í tonnum]
1*10exp-2 / 3,8*10exp+10 = ca 0,3*exp10-12 (0,26 pícográður sem við afrúnnum í 0.3 picográður.
Hvert bundið tonn CO2 minnkar því hlýnun um 0,3 picográður á ári. (1 picográða er 1/1000.000.000.000 gráða)
Hver milljón tonn af CO2 sem bundin eru árlega í borholum, trjám, osfrv., minnka hlýnun um 0,3 míkrógráður á ári.
(Með öðrum orðum, það þarf að binda 3 milljón tonn árlega til að minnka árlega hlýnum um milljónasta úr gráðu).
Hver 1000 milljón tonn (1 Gigatonn) sem bundin eru minnka hlýnun um 0,3 milligráður (0,3 þúsundustu úr gráðu) á ári.
Ef öllum 36 gigatonnunum sem losuð eru árlega af CO2 er fargað eða eytt, þá fáum við minnkun hlýnunar um 10 milligráður árlega, þ.e. 0,01 gráðu sem við notuðum í forsendunum, eða því sem næst það sama og hlýnunin hefur verið.
Áætlaður kostnaður við að binda 1 tonn af CO2 er 3500 krónur miðað við tölur sem fengnar eru úr CarbFix verkefninu á Hellisheiði.
Ef við viljum minnka árlega hlýnun um 1 míkrógráðu (1 milljónasti úr gráðu), þá þurfum við að binda 3 milljón tonn af CO2 árlega.
Það kostar árlega 3.500 * 3.000.000 eða um 10.000.000.000, þ.e. 10 milljarða króna kostar að minnka hlýnun um 1 míkrógráðu.
Í fyrirsögn var spurt: Hvað kostar að minnka hnatthlýnun um 1/100 gráðu á ári…? …Og þar með vinna nokkurn vegin á móti hlýnun ef hún skyldi öll stafa af losun manna á koltvísýringi.
Svarið:
Við fundum hér fyrir ofan kostnaðinn við að minnka hlýnun um 1 míkrógráðu. Þessa tölu má síðan margfalda með 10.000 til að finna kostnaðinn við minnkun um 1/100 úr gráðu á ári.
10.000 * 10.000.000.000 = 100.000.000.000.000 krónur á ári.
Hundrað þúsund milljarða króna kostar að minnka hlýnun um 1/100 úr gráðu !
…og það árlega.
Nú er það svo að hlýnun um 1/100 gráðu er markleysa vegna mælióvissu. 1/10 úr gráðu er nær raunveruleikanum sem mælanleg stærð, en það væri þá hlýnun í áratug.. Prófið að margfalda kostnaðartölurnar með 10 !
Milljón milljarða króna kostar að minnka hlýnun um 1/10 úr gráðu !!!
Miðað við gefnar forsendur…
— — —
Fyrst birt á Facebook. Brynjólfur Þorvarðarson yfirfór og notaði aðrar aðferðir, en komst að mjög svipaðri niðurstöðu. Textinn var fínslípaður eftir það.
Hafa verður í huga að þetta eru stórar tölur og auðvelt að misstíga sig í útreikningum. Þetta eru þó ekki stærri eða minni tölur en tæknimenn eru að nota, margir hverjir daglega, í útreikningum sínum. Margir kannast við hugtökin terawattstundir (1.000 000 000 000 wattstundir) og picofarad (0,000 000 000 001 farad), þannig að svona útreikningar, þó talnasviðið sé stórt, eru ekki flóknir. Einnig verður að hafa í huga, að auðvitað eru óvissumörkin töluverð, en aðalatriðið er að stærðargráðan sé rétt.
Það væri vel þegið að þeir sem sjá eintthvað rangt við þessa útreikninga, eða eitthvað sem mætti betur fara, sendi mér rökstuddar athugasemdir með nýjum eða leiðréttum útreikningum.
Unlike · Reply · 3 · June 10 at 1:32pm
— — —