R/C hornið
Vefsíðan er hugsuð sem eins konar handbók módelflugmannsins. Á henni eru tenglar við aðrar áhugaverðar vefsíður, gamlar greinar og nýjar.
Við eru háðir veðri og vindum ef tómstundagamanið á sér stað utanhúss. Þess vegna eru á vefsíðunni fjölmargar tengingar við veðurstöðvar, bæði á jörðu niðri og uppi í háloftunum.
Finnist þér vefsíðan vera þung og lengi að hlaðast inn, þá verður bara svo að vera. Við því verður ekkert gert!
Reyndar er vefsíðan þannig sett upp, að allar veðurtunglamyndirnar eru fyrir neðan flugmódelhlutann. Það er því óþarfi að bíða eftir því að hún hlaðist öll inn, ef menn vilja aðeins skoða flugmódelhlutann.
Með því að smella á viðeigandi bendingar hér á eftir er hægt að opna dyr að ýmsum fróðleik. Dyrnar eru ekki margar, enn sem komið er.
Sumt hefur birst í gömlum ritum Þyts. Síðan er sífellt að breytast!
Ágúst
Íslenskar vefsíður tengdar módelflugi
Erlendar vefsíður tengdar módelflugi
Leitarvélar og USENET
Ýmsar áhugaverðar vefsíður
Veðrið
Greinar á íslensku
Algengt er að gefa út greinar eða jafnvel tímarit á netinu á svokölluðu Acrobat formi. Skrárnar enda þá á pdf (nafn-á-grein.pdf). Þannig greinar er ekki hægt að lesa nema maður hafi Acrobat Reader í tölvunni. Forritið er ókeypis, og nánast nauðsynlegt að hafa í tölvunni.
Adobe Acrobat lesara má fá ókeypis hér eða hér
Vindmælar Vegagerðarinnar nærri Hamranesflugvelli:
---
Reykjanesbraut
Munið eftir [Reload] !
Athugið, að upplýsingar eru sóttar til mannlausra veðurstöðva á klukkutíma fresti, og því ekki altaf alveg ferskar.
Samanburðartafla frá vefsíðu Veðurstofunnar:
Veðurhæð | Meðalvindhraði | Miðgildi meðalvindhraða | |||||
Vindstig | Heiti | m/s | km/klst | hnútar | m/s | km/klst | hnútar |
0 | Logn | 0-0,2 |
< 1 |
< 1 |
0,0 | 0,0 | 0,0 |
1 | Andvari | 0,3-1,5 |
1-5 |
1-3 |
0,8 | 3,0 | 1,6 |
2 | Kul | 1,6-3,3 |
6-11 |
4-6 |
2,4 | 8,5 | 4,6 |
3 | Gola | 3,4-5,4 |
12-19 |
7-10 |
4,3 | 15,6 | 8,5 |
4 | Stinningsgola (blástur) | 5,5-7,9 |
20-28 |
11-16 |
6,7 | 24,1 | 13,0 |
5 | Kaldi | 8,0-10,7 |
29-38 |
17-21 |
9,3 | 33,6 | 18,2 |
6 | Stinningskaldi (strekkingur) | 10,8-13,8 |
39-49 |
22-27 |
12,3 | 44,2 | 23,9 |
7 | Allhvass vindur (allhvasst) | 13,9-17,1 |
50-61 |
28-33 |
15,5 | 55,7 | 30,1 |
8 | Hvassviðri (hvasst) | 17,2-20,7 |
62-74 |
34-40 |
18,9 | 68,1 | 36,8 |
9 | Stormur | 20,8-24,4 |
75-88 |
41-47 |
22,6 | 81,3 | 43,9 |
10 | Rok | 24,5-28,4 |
89-102 |
48-55 |
26,4 | 95,2 | 51,4 |
11 | Ofsaveður | 28,5-32,6 |
103-117 |
56-63 |
30,5 | 109,8 | 59,3 |
12 | Fárviðri | >= 32,7 |
>= 118 |
>= 64 |
... | ... | ... |
Hér má sjá samanburð við tvær síðustu 11-ára sveiflur.
Sólsveifla 21 er svört.
Sólsveifla 22 er blá.
Sólsveifla 23 er rauð. Heildregna línan er langtímameðaltal. Strikaða línan er mánaðarmeðaltal.
Skýringar á síðunni:
A graphical comparison of solar cycles 21, 22 and 23.
Eigum við virkilega von á kólnandi veðurfari?
Hér má sjá þróun núverandi sólsveiflu 23 frá degi til dags.
Því fleiri sem sólblettir eru, þeim mun betur heyrist að jafnaði í erlendum stöðvum á stuttbylgju.
Sjá vefsíðuna Solar Terrestrial Activity Report
Þetta er nánast rauntímamynd af norðurljósunum eins og þau líta út séð frá NOAA-17.
SOHO gervihnattamynd af sólinni í dag. Smellið á myndina! Meira hér á heimasíðu SOHO.
Tunglið í dag?
Fallegt flug halastjörnunnar Hale-Bopp
Þessi mynd af Hale-Bopp halastjörnunni var tekin um miðnætti skammt frá Keilisnesi að kvöldi 12 mars '97. Halastjarnan var þá í norðurátt yfir sjónum, en samt var töluverð ljósmengun frá stór-Reykjavík, Reykjanesbraut og Reykjanesbæ. Bjarminn á neðri hluta myndarinnar er þó ljósmengun af öðrum toga; nefnilega norðurljós! Bláa rafskýið upp af halastjörnunni sést greinilega, en það er ósýnilegt með berum augum.
Halastjarnan minnir nokkuð á gandreið nornar á kústi, - hvað finnst þér?
Notuð var Pentax K-1000 sem komið var fyrir á heimasmíðuðu mótordrifi til að fylgja eftir stjörnuhimninum.
Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA). Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta.
Nánar á vefsíðunni Gap Ginnunga.
Ný SOHO mynd, nánast fersk frá gervihnettinum:
SOHO Extreme ultraviolet Imaging Telescope (EIT) full-field He II 304 Å image from NASA Goddard Space Flight |