Útgáfa: 25.5.2006
Tempus fugit MR66
Tíminn líður,
eða öllu heldur flýgur, - eiginlega alveg eins og óð
fluga. Eða eigum við að
þýða bókstaflega og skrifa tíminn flýr? Hvað er það sem tíminn er að
flýja? Skyndilega áttar maður sig á því hve lengi
maður hefur notið lífsins. Var það virkilega
skömmu eftir miðja síðustu öld sem við
útskrifuðumst úr Menntó?
Fundist hafa
í kössum og kirnum gulnaðar og rykfallnar myndir frá menntaskólaárunum,
og nokkrum samkomum sem haldnar hafa verið á fimm ára fresti svo
lengi sem elstu menn muna. Myndunum
var rennt í gegn um skanna og þær vistaðar
á vefnum í kapphlaupi við tímann. Myndirnar eru eins og þær
hafa varðveist og hafa lítið
sem ekkert verið lagfærðar. Þó var reynt
að hreinsa gula slikju ellinnar
af fáeinum. Ekki er ólíklegt (reyndar frekar líklegt) að einhvers staðar sé farið rangt með ártöl. Leiðréttingar velkomnar!
Við val á myndum úr sínu eigin safni stóð blekbóndinn frammi fyrir vandamáli: Ætti hann bara að
birta góðar gallalausar myndir, eða er í lagi að særa fegurðarskyn fagurkera?
Sumar myndanna eru þokukenndar, en þannig er líka margt í minningunni. Allt
eru þetta augnabliksmyndir sem frystu tímann, stundum meðan brosið var
skakkt og skælt, en líka stundum meðan sparisvipurinn var óaðfinnanlegur.
Þannig er lífið. Niðurstaðan var að birta allar myndir nema þær allra verstu.
Smá leiðbeiningar: Vefalbúmin, sem vísað er á hér fyrir neðan, eru af ýmsum gerðum. Þau nýlegu sem eru gerð með Jalbum eru nokkuð fullkomnari en þau sem eru eldri,og gráleit og eru gerð með Photoshop. Í Jalbum-albúmunum er hægt að velja sjálfvirka myndasýningu (slide show) og einnig er með hjálp örvarinnar, sem er undir myndunum hægra megin, stundum hægt að sækja stærri mynd til útprentunar. Þetta er ekki hægt að gera í vefalbúmunum sem hafa gráan bakgrunn. Sem sagt, þetta er safn sem gert hefur verið á löngum tíma og ber þess merki.
Munið
eftir að nota tólin efst á myndasíðunum til að velja aðgerð,
eða bara til að fletta milli
mynda.
Einnig er rétt að benda á öryggisaðgerð í vefskoðaranum sem getur angrað okkur. Ef vefalbúmið virðist eitthvað bæklað þarf væntanlega að smella á gulan borða með textanum "Allow blocked contents..." efst í glugganum til að leyfa litla Java forritinu sem fylgir að fara af stað.
Munið síðan
eftir að nota stjórnborðið sem er fyrir ofan
stóru myndirnar til að fletta
milli mynda, eða velja sjálfvirka
sýningu þar sem það er
hægt, og jafnvel láta myndirnar fylla betur út í gluggann...
Frábærar
myndir frá Guðmundi
Ingólfssyni
Verðlaunakvikmyndin Hlúnkar til sjós og lands.
Ungur var eg
forðum,
Í tilefni titils síðunnar Tempus fugit. Smávegis fyrir þá sem gengið hafa í
latínuskóla. Snarið á íslensku:
Tilraun blekbónda þessarar síðu má sjá með því að strjúka
með músarbendlinum undurblítt hér fyrir neðan:
eða:
Ágúst H. Bjarnason, 6-Y
agust (hjá) agust.net
|
|||
.