|
Á þessari síðu er ýmisskonar fróðleikur. Fyrst er lítill handhægur stjörnusjónauki kynntur. Fjallað er um ljósmengun, sem er helsti óvinur stjörnuskoðarans. Heimsins besti sjónauki fær smá kynningu, svo og Völuspá. Að lokum er sýnishorn af því sem gera má í skjóli myrkurs með ljósmyndavél. Að sjálfsögðu eru tengingar við fjölmargar aðrar skyldar vefsíður. Njóttu vel!
Margur er knár, þó hann sé smár!
Stjörnusjónaukinn Meade ETX er spegilsjónauki af gerðinni Maksutov-Cassegrain. Ljósið speglast fram og aftur þannig að aðeins þarf um 30 cm fyrir 125 cm brennivídd. Þennan kíki eignaðist ég seint á árinu 1996, og hefur hann reynst mjög vel.
Almennt má segja að sjálfur sjónaukinn sé mjög góður, en til að halda verðinu niðri hefur minna verið lagt í gaffalupphengið og klukkudrifið.
Helstu einkenni samkvæmt handbókinni:
Optical design.........................................Maksutov-Cassegrain
Primary Mirror Diameter.......................................96mm (3.78")
Clear aperture.................................................90mm (3.5")
Focal length................................................1250mm (48.6")
Focal ratio (photographic speed)....................................f/13.8
Near focus....................................................3.5m (11.5')
Resolving power...............................................1.3 arc secs
Super Multi-coatings..............................................standard
Limiting visual stellar magnitude.....................................11.7
Image scale.....................................................1.16°/inch
Maximum practical visual power.................................325x (180x)*
Optical tube dimensions.............10.4cm dia. x 27.9cm long (4.1" x 11")
Secondary mirror obstruction...........................27.9mm (1.1"); 9.6%
Telescope mounting..................................fork type; double tine
Setting circles dimensions...............................Dec: 3.5"; RA: 7"
RA drive motor................................................4.5-volts DC
Hemispheres of operation.......................north and south; switchable
Slow-motion controls..................................manual; R.A. and Dec
Bearings...............................................R.A. and Dec: Nylon
Materials:
Tube body................................................aluminum
Mounting........................high-impact ABS, steel reinforced
Primary mirror.......................................Pyrex glass
Correcting lens........................BK7 optical glass, Grade-A
Telescope dimensions...................38cm x 18cm x 22 cm (15" x 7" x 9")
Telescope (incl. tripod) net weight........................4.2kg (9.2 lbs)
Telescope shipping weight.................................5.6kg (12.4 lbs)
* Mesta nothæfa stækkun er oft miðuð við 2x pr. millimetra eða 50x pr. tommu
þvermáls sjónaukans, sem er hér 90 mm eða 3,5". Þannig fæst talan 180x.
Þetta er vissulega aðeins lítill sjónauki sem hentar best til að skoða tunglið og björtustu reikistjörnurnar, en hann er meðfærilegur, sem er mikilvægt þegar flýja þarf ljósmengun höfuðborgarinnar! Á Netinu er aðgangur að myndum sem teknar eru með frábærum sjónaukum, jafnvel eins og þeim sem sést neðar á þessari síðu. HST (Hubble Space Telescope) er heldur dýrari en ETX sem kostar í dag aðeins um $600.
Víða erlendis hafa menn gert sér grein fyrir þessu vandamáli og gert bragarbót: Lýsing hefur orðið þægilegri, orkunotkun verulega minni, og hefur fjárhagslegur ávinningur verið töluverður af þessum lagfæringum.
Hér á landi hefði mátt ætla að við værum blessunarlega laus við þessa mengun eins og aðrar, en það er öðru nær. Ljósmengun hér er engu minni en víða í hinum stóra heimi. Bjarmi yfir höfuðborginni er ótrúlega mikill, svo og bjarmi frá gróðurhúsum í dreifbýlinu.
Hefur þú lesandi góður prófað að horfa til himins þar sem himininn er ómengaður? Prófaðu að fara út úr bílnum og horfa til himins ef þú ert á ferðalagi utan þéttbýlis í stjörnubjörtu veðri. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum!
Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hefur í blaðagreinum og útvarpsviðtölum bent á þetta vandamál. Vonandi fara fleiri að gera sér grein fyrir þessu vaxandi vandamáli. Ef heldur áfram sem horfir verður stjörnuhimininn ósýnilegur flestum innan skamms.
Hvað veldur ljósmengun?
Ljósmengum er af ýmsum toga. Algengasta orsök er slæmur frágangur á
ljósastæðum. Ljós berst þá til hliðar eða upp og verður sýnilegt sem
bjarmi yfir borgum eða gróðurhúsum.
Sum götuljós eru mjög illa hönnuð í þessu tilliti, og þekkja margir kúlu- eða keilulaga ljósakúpla sem einkum eru algengir í íbúðarhverfum.
Ljóskastarar sem ætlaðir eru til að lýsa upp byggingar geta verið slæmir, því töluvert ljós fer fram hjá byggingunni beint upp í háloftin.
Önnur gerð af ljósmengun stafar af skærum ljósum sem skína beint í augun og valda glýju, þannig að augun verða ónæmari og krefjast meiri lýsingar, sem veldur enn meiri ljósmengun,..... o.s.frv!
Hvað er til ráða?
Nota góðan ljósabúnað sem varpar ljósinu eingöngu niður. Ljós sem
berst til hliðar eða upp er til einskis nýtt, en veldur bjarma og glýju
í augum. Vel skermuð ljós (og þar með minni glýja í augun), gera það að
verkum að skyggni að nóttu til verður meira en ella!
Þannig má komast af með minni perur og spara orku og peninga.
Gróðurhúsabændur ættu að huga vel að þeim kostnaði sem stafar af því að senda ljósið upp. Þarna er væntanlega fundið fé. Með betri ljósahjálmum gætu þeir vafalaust sparað stórfé, og jafnframt aukið uppskeruna.
Verkfræðingar, tæknifræðingar og aðrir sem hanna lýsingu utanhúss ættu að taka höndum saman og taka tillit til þessarar mengunar við hönnun á nýframkvæmdum og við lagfæringar á eldri búnaði.
Hver er reynsla annarra þjóða?
Minni orkunotkun er ótrúlega fljót að skila sér. Sem dæmi má nefna
San Diego þar sem ráðist var í að lagfæra götulýsingu með því að
skipta um ljósker. Eftir aðeins þrjú ár hafði minni orkunotkun
greitt allan kostnað, og nú nemur sparnaðurinn þrem milljónum
dollara á ári! Ótrúlegt en satt.
Gervihnattamynd af Evrópu tekin að nóttu til. Það er engin furða þó stjörnuhimininn sé horfinn sjónum.
Hér er svo mynd af Íslandi með 1km upplausn.
Fara aftur efst á þessa síðu.
Þetta er alveg ótrúleg mynd af M16 tekin með Hubble geimsjónaukanum sem sést hér fyrir neðan.
Hér má sjá heim í sköpun.
Hvað voru forfeður okkar með í huga þegar þeir ortu Völuspá? Eitthvað þessu líkt? Hvar ætli Gap Ginnunga sé?
Eitt er þó víst; ekki truflaði ljósmengun forfeður okkar við stjörnuskoðun.
Þessi mynd var tekin af Orion stjörnumerkinu með því að hafa myndvélina opna í 10 mínútur. Mótor sá um að fylgja eftir
hreyfingum stjörnuhiminsins. Filma var Ektacolor Pro 1600 ASA. Ljósop f:2.8. Myndin var töluvert löguð í Photoshop, þar
sem ljósmengun gerði himininn gráan. Á myndinni má sjá þrjár stjörnuþokur: Rosetta stjörnuþokan ofarlega til vinstri. Orion
stjörnuþokan í sverði Orion stjörnumerkisins og Barnards Loop sést ógreinilega liggja í sveig vinstra megin við Orion stjörnumerkið. Þúsundir stjarna koma í ljós með því að taka mynd af stjörnuhimninum á þennan hátt, svo margar að sjálft stjörnumerkið hverfur nánast. Í ljós kom að sigtið sem notað var til að miða á pólstjörnuna var ekki alveg rétt, og má greina ferla sem liggja upp-niður.
Dögg á linsu gæti hafa minnkað skerpu eitthvað.
Hér má sjá Pentax K-1000 á heimasmíðuðu græjunni. Skrefmótorinn og gírkassinn er blár, kristalstýrði rafeindabúnaðurinn er í svarta kassanum, og lóðrétta pípan hægra megin er til að miða á Pólstjörnuna.
Þessi mynd af tunglinu var tekin með Meade ETX. Myndavélinni var einfaldlega haldið að 26mm augnglerinu. Filma var Ektacolor Pro 1600 ASA. 1/100 sek. f:2,8.
Þetta er stækkaður hluti úr neðri hluta myndarinnar hér að ofan.
Hale-Bopp halastjarnan yfir Esju að kvöldi 18 mars '97. Myndin var tekin skömmu eftir miðnætti á Þingvallaveginum, skammt vestan afleggjarans að skíðasvæðinu í Skálafelli.
Þessi mynd var tekin með 35mm linsu, ljósop 3,5. Lýsingartími um 1 mínúta. Mótordrifið var notað, enda eru sjörnurnar sem punktar, en Esjan dálítið hreyfð!
Því sem næst fullt tungl var þegar myndin var tekin og gerir það hana dálítið undarlega; næstum eins og frá öðrum heimi.
Vel má greina bláa rafskýið sem vísar upp frá halastjörnunni og græn norðurljós sem eru svipuð fyrirbæri.
Litlu hvítu deplarnir á himninum eru ekki galli í filmu, heldur stjörnur. Á stækkaðri mynd má greinilega sjá að þær eru ekki allar hvítar; sumar eru bláleitar og aðrar rauðleitar.
Örfáum mínútum eftir að myndin var tekin hvarf halastjarnan í skýjabakkann sem kom æðandi úr suðri.
Að lokum sést ferill HaleBopp halastjörnunnar á stjörnukorti. Lengst til
hægri á ferlinum er staðurinn þar sem hún var að kvöldi 12 mars (Mynd frá
Keilisnesi). Með því að telja 6 bil á ferlinum má finna staðinn þar sem halastjarnan var þegar myndin var tekin við Esju að kvöldi 18. mars.
Kortið heitir SkyMap og er hægt að sækja sýnisútgáfu (demo sem virkar
í 30 daga) af því á netið (sjá tengingu hér að ofan). Svona kort í PC
tölvu er mjög gott að hafa til að finna stjörnur.
Nokkuð auðvelt er að taka myndir af stjörnuhimninum. Til þess þarf ekki annað en ljósnæma filmu og sæmilega myndavél.
Best er að nota tiltölulega einfalda 35mm myndavél sem laus er við alla sjálfvirkni. Margar nýrri myndavéla taka straum frá lítilli rafhlöðu til að halda lokaranum opnum, og þar sem við látum ljósopið haldast opið í langan tíma tæmist rafhlaðan fljótt. Þannig myndavél þolir illa frost, en það fylgir oft stjörnubjörtum himni. Pentax K-1000 er gömul myndavél, og er ein þeirra sem hentar vel.
Til að byrja með er einfaldast að nota aðeins þrífót og mjög ljósnæma filmu. Síðar er hægt að útbúa búnað sem snýr myndavélinni þannig að hún fylgi hreyfingum stjarnanna. Prófið að nota 35mm eða 50mm linsu, mjög ljósnæama filmu og hafið ljósopið fullopið í allt að 15 sekúndur. Ef lýst er lengur fara að sjást aflangar stjörnur á myndinni, en það er alls ekki alltaf til baga! Fróðlegt getur verið að beina myndavélinni að pólstjörnunni í langan tíma til að skoða hreyfingu himinhvelfingarinnar. Prófið að minnka ljósopið og lýsa í klukkustund!
Myndavélin má alls ekki hristast meðan ljósopið er opið. Þess vegna er nauðsynlegt að nota góðan þrífót og barka til að smella af með.
Mjög góð filma er t.d. Kodak Ektapress Multispeed Professional PJM 640 ASA. Önnur enn þá ljósnæmari, en heldur grófari, er Kodak Ektapress Plus 1600 Professional PJC 1600 ASA.
Á vefnum eru margar greinar um hvernig taka má góðar myndir með venjulegri myndavél. Notið AltaVista til að leita að t.d. "deep sky astrophotography", "wide field astrophotography", "camera tracker" og "scotch mount". Camera tracker og scotch mount er einfaldur búnaður til að fylgja eftir hreyfingum stjarnanna. Alls ekki er nausynlegt að nota rafknúinn búnað, því auðvelt er að hafa hann handsnúinn. Þetta er búið til úr tveim fjölum, löm, snittteini og öðru smáefni sem fæst í næstu byggingarvöruverslun, og oft kallað "barn door camera tracker".
Að lokum við ég þakka fyrir heimsóknina í Ginnungagapið, og hvetja menn til að heimsækja síðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness (reyndar allra landsmanna!).
Þetta er ein af myndunum á vefsíðunni. Hún er sótt beint til NASA Goddard Space Flight Center og sýnir sólina í dag. Það sakar ekki að smella á myndina!
Fara aftur efst á þessa síðu.
Upphaflega 26.12.96Breytt 16.4.99
agust@rt.is- Ágúst H. Bjarnason
|